Męšgur į ferš

Dagana 5.-10. maķ munum viš męšgurnar, Rśna og Sęrśn, ganga leišina sem nefnist Camino Inglés.  Žetta er fyrsta pķlagrķmaganga Sęrśnar en sś fimmta hjį Rśnu.

Fjórar fyrri göngur Rśnu eru: 

Jakobsvegurinn įriš 2010: 912 km. leiš frį Saint Piet de Port ķ Frakklandi til Santiago de Compostela og svo yfir til Finisterre og Muxia į Spįni.

Via Francigena del Sur įriš 2013: 260 km leiš frį Teano til Rómar į Ķtalķu.

Camino del Norte įriš 2014 og 2016: 814 km. leiš frį Irśn til Santiago de Compostela - įriš 2014 fór hśn frį Irśn til Guemes og kom svo aftur įriš 2016 og klįraši leišina.

St. Olav“s way įriš 2017:  650 km. leiš frį Osló til Žrįndheims ķ Noregi.

 

Ķ žetta sinn fer Rśna heldur styttri leiš en įšur, ašeins 125 km. leiš frį Ferrol į Noršur - Spįni til Santiago de Compostela, en žaš borgar sig žegar mašur er meš óvanan pķlagrķma meš ķ för aš fara bara stutta göngu fyrst og svo lengri göngu nęst! 

 

Camino Inglés, eša enska leišin, er leiš sem pķlagrķmar frį Noršur - Evrópu, Bretlandi og Ķrlandi gengu til Santiago til forna og var einnig mikilvęg višskiptaleiš. 

 

Viš męšgur hefjum för frį Ķslandi aš morgni 3. maķ nęstkomandi žašan sem viš fljśgum til Madrid meš millilendingu ķ Amsterdam.  Ķ Madrid gistum viš eina nótt, fljśgum žį yfir til Santiago de Compostela og feršumst žašan meš rśtu til Ferrol.  Eftir einnar nętur gistingu žar hefjum viš göngu žann 5. maķ.  Žetta veršur einstök upplifun fyrir okkur bįšar - viš stķgum skrefin saman, lęrum hvor af annarri og umfram allt njótum og lifum.  

Žaš sem viš ętlum aš gera aukreitis į žessari göngu er aš koma viš ķ eins mörgum kirkjum og hęgt er og ķ eša viš hverja žeirra mun Sęrśn syngja į ķslensku og Rśna taka gjörninginn upp į video.  Munu myndskeišin svo vera birt į sķšu sem nefnist Įheitasöfnun į Camino Inglés į Facebook.

Tilgangurinn meš žessum gjörningi er aš safna ķ sjóš fyrir Magga Žór, 20 įra gamlan dreng meš CP sem hefur veriš bundinn hjólastól frį barnęsku vegna fötlunar sinnar.  Magga er hęgt aš lżsa meš óteljandi fallegum oršum - hann elskar aš upplifa og vera til.  Lķf hans er takmarkaš aš mörgu leyti en hann hefur mikinn vilja til aš lįta drauma sķna rętast.  Einn af hans stęrstu draumum er aš eignast eigin bķl.  

Hann er bundinn Feršažjónustu fatlašra til aš komast erinda sinna og žar er sjįlfstęši hans skert aš afar miklu leyti.  Feršažjónusta fatlašra starfar žannig aš Maggi žarf aš panta bķl degi įšur en hann langar eša žarf aš erindast eitthvaš utan heimilis.  Žį žarf hann aš vera bśinn aš įkveša hvenęr hann ętlar aš fara aš heiman og hvenęr į aš sękja hann og aka til baka.  Hann getur aldrei įkvešiš meš örstuttum fyrirvara aš fara ķ bķó, aš kaupa ķs, ķ bķltśr upp ķ sveit eša ķ heimsóknir.  Žį getur hann ekki heldur įkvešiš aš hann langi allt ķ einu aš staldra lengur viš į einhverjum stašnum, hann veršur sóttur į žeim tķma sem pantašur var deginum fyrr.  Magga stendur heldur ekki til boša ķ dag aš fara śt fyrir borgarmörkin aš upplifa og njóta - feršažjónustan ekur ekki žangaš.  

Okkur finnst aš žaš aš vera bundinn hjólastól sé nęgileg takmörkun į lķfi Magga.  Hann į ekki aš vera bundinn aš neinu öšru leyti og žvķ viljum viš leggja okkar aš mörkum til aš hann geti fengiš draum sinn um bķl uppfylltan.  Endilega hjįlpiš okkur aš fęra Magga nęr draumnum sķnum og styrkiš gjörninginn okkar į Camino Inglés.  Reikningurinn er 0515-14-600301 og kennitalan 1008723669

Hjartansžakkir

Rśna og Sęrśn


Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikiš veršur žaš gaman fyrir mömmu gömlu aš upplifa meš stelpunni sinni lķf pķlagrķmans. Ég hlakka mikiš til og ég veit aš viš veršum umvafšar fylgdarmanninum góša sem alltaf hefur veriš meš mér į žessum göngum. Takk elsku stelpan mķn fyrir aš vilja koma og ganga meš mér og njóta žess aš vera samansmile

mamman (IP-tala skrįš) 24.4.2018 kl. 10:07

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband